Hönnun
Við hönnum útlit vefverslunarinnar eftir þínum óskum og með tilliti til þíns vörumerkis. Ásamt vefversluninni sjálfri setjum við inn aðrar viðbætur sem eru nauðsynlegar fyrir vefsíðuna.
WooCommerce vefverslun er viðbót við WordPress vefumsjónarkerfið. WooCommerce er ókeypis öllum eins og WordPress en bíður einnig uppá viðbætur í áskrift ef notandinn þarf. Kerfið er einstaklega auðvelt og þægilegt í notkun og þú getur valið úr óteljandi möguleikum á útliti. Mörg WordPress þemu eru gerð með tilliti til WooCommerce þannig að auðvelt er að bæta við vefverslun eftir á. Það er því ekkert til fyrirstöðu að byrja að selja vörur hvenær sem er.
Vefverslanir bjóða verslunareigendum upp á að stækka markhóp sinn svo um munar, auk þess að þær eru ekki háðar opnunartíma. Við aðstoðum þig við að koma þinni vöru til þíns markhóps. Hönnum verslunina fyrir öll snjalltæki, með tilliti til þíns vörumerkis og vara. Tengjum allar helstu viðbætur sem vefverslunin þarfnast og setjum inn flokka og vörur. Við tengjum síðuna við Google Analytics og Google Console til að síðan finnist á leitarvélum og þú hafir innsýn í vefverslunina, hvaða vörur eru vinsælastar og hvaða leitarorð vísa oftast á síðuna.
Við hönnum útlit vefverslunarinnar eftir þínum óskum og með tilliti til þíns vörumerkis. Ásamt vefversluninni sjálfri setjum við inn aðrar viðbætur sem eru nauðsynlegar fyrir vefsíðuna.
Tengjum greiðslukerfi við vefverslunina svo viðskiptavinir þínir geti gengið frá greiðslum á öruggan hátt. Einnig eru fleiri greiðsluleiðir í boði eins og millifærsla eða greiðsla við afhendingu ef þess er óskað.
Tengjum vefverslunina þína við Google Console og Google Analytics. Þannig opnum við fyrir möguleikann á að sjá mælanlegan árangur. Með Console og Analytics getum við fylgst með heimsóknum á síðuna og leitarorðum sem vísa á vefverslunina.