Myndataka
Tökum faglegar myndir af vörunni þinni í því umhverfi sem þú óskar eða komum með hugmyndir um framsetningu. Myndirnar geta ýmist verið teknar í stúdíói, úti í náttúrunni eða í öðru umhverfi sem hentar vörunni.
Þegar selja á vöru í vefverslun er mikilvægt að sýna góðar myndir af vörunni. Til að gefa vörunni sérstöðu er mikilvægt að hafa sérhannaðar myndir af vörunni. Myndirnar má nýta bæði í vefverslun, samfélagsmiðlum og öðru markaðsefni. Vöruljósmyndun gefur einnig vefversluninni faglegt og samræmt heildarútlit ásamt því að framsetja vöruna á fallegan hátt fyrir kúnnann.
Við tökum myndir af vörunni þinni, annaðhvort á hefðbundinn hátt í ljósmyndaveri, úti í náttúrunni eða eftir þínum óskum. Myndirnar eru teknar með hágæða búnaði og unnar sem allra minnst í myndvinnsluforriti til að varan haldi sínu raunverulega útliti á myndunum. Myndirnar eru svo afhentar í vef- og prentupplausn til að þú getir nýtt þær í allt þitt markaðsefni eða við hönnum einfaldlega markaðsefnið líka fyrir þig!
Tökum faglegar myndir af vörunni þinni í því umhverfi sem þú óskar eða komum með hugmyndir um framsetningu. Myndirnar geta ýmist verið teknar í stúdíói, úti í náttúrunni eða í öðru umhverfi sem hentar vörunni.
Myndvinnslu er haldið í algjöru lágmarki. Þær eru litaleiðréttar ef það á við eða þarf með, annars er þær einungis settar í þær stærðir og upplausn sem þær þurfa að vera í.
Myndirnar eru afhentar í upplausn fyrir vef og prent, tilbúnar til notkunar fyrir þitt markaðsefni, hvort sem það er fyrir vefverslunina, samfélagsmiðlana eða auglýsingarefni.