Viðhald vefsíðna
Að halda úti vefsíðu er fjárfesting sem flest fyrirtæki fara útí en það er því miður mjög algengt að síðunni sé illa haldið við. Síðan er ekki uppfærð, sem skapar hættu á netárásum og nýtt efni kemur sjaldan inn. Einning er algengt að síðan verði hæg og notendaupplifunin sé þar með ekki jákvæð. Þannig rýrist verðmæti vefsíðunnar hratt og hún hættir að þjóna tilgangi. Yfirleitt er stærsta ástæðan fyrir úreltum og illa viðhöldnum vefsíðum tímaleysi eða vankunnátta.
Áskrift að vefumsjón
Með því að skrá vefsíðuna í vefumsjón tryggir þú að þín síða sé ávallt uppfærð og allt virki eins og það á að gera. Þegar að nýjum uppfærslum á kerfinu, þema eða viðbótum kemur tryggjum við að síðan uppfærist og engar villur séu til staðar. Við tökum reglulega öryggisafrit af síðunni og vistum á skýji þannig að þú getir verið viss um að fjárfestingin þín tapist ekki ef eitthvað kemur uppá. Ef að þú hefur ekki tök á að setja inn efni á síðuna er hægt að senda efnið til okkar og við komum því greiðlega á vefinn. Við gerum mánaðarlegar hraðaprufanir og fylgjumst með síðunni, ásamt því að finna úrræði til að auka hraða og virkni síðunnar ef þess þarf.