Vefhönnun
Í sameiningu hönnum við útlit sem túlkar þitt vörkumerki. Við förum yfir hvaða efni þarf að vera á síðunni og hvaða skilaboðum þú vilt koma til þíns markhóps.
Allra vefsíðna í heiminum eru WordPress síður
Af síðum sem eru með vefumsjónarkerfi eru WordPress
Eigenda WordPress vefsíðna hafa atvinnu af síðum sínum
WordPress vefumsjónarkerfið bíður uppá ótal möguleika, bæði hvað varðar útlit og viðbætur. Kerfið er frábær lausn fyrir smáa sem stóra vefi enda eru möguleikarnir endalausir. Það er ekki að ástæðulausu að þriðjugur allra vefsíðna á netinu noti WordPress. Mikið af efni í kerfinu, svo sem þemu og viðbætur er frítt en einnig er oft hægt að kaupa aðgang til að fá fleiri notkunarmöguleika. Vefsíðurnar eru allar skalanlegar og hannaðar með snjalltæki í huga enda er stór hluti af heimsóknum á vefsíður frá snjalltækjum.
Vefumsjónarkerfi eða CMS (Content Management System) er notendaviðmót sem auðveldar notendanum að setja inn efni á vefsíðuna sína. Til að búa til nýja síðu eða póst er einfaldlega ýtt á hnapp og kerfið býr til síðuna fyrir notandann og bíður svo upp á að setja inn efni og birta. Með því að hlaða inn viðbótum er hægt að auka notendagildi síðunnar og aðlaga hana að sínum þörfum.
Í sameiningu hönnum við útlit sem túlkar þitt vörkumerki. Við förum yfir hvaða efni þarf að vera á síðunni og hvaða skilaboðum þú vilt koma til þíns markhóps.
Við setjum upp allar helstu viðbætur sem síðan þín þarfnast. Gerum hana tilbúna fyrir leitarvélabestun og setjum upp viðbætur sem auka öryggi síðunnar. Einnig tengjum við síðuna við Google Analytics til að þú getir fylgst með heimsóknum á síðuna.
Í lokin förum við yfir síðuna með þér og kennum þér á alla helstu notkunarmöguleika hennar. Við förum yfir hvað þarf að gera til að halda síðunni við og komum henni í loftið. Ef þú þarft á aðstoð að halda bjóðum við jafnframt upp á vefumsjón til að halda síðunni vel við.