Vefsíðugerð
Vefumsjónarkerfið WordPress bíður uppá notendavænt viðmót og margskonar viðbætur. Þess vegna veljum við að hanna sérsniðna og skalanlega vefi í WordPress sem mæta þörfum viðskiptavina okkar.
Vefumsjónarkerfið WordPress bíður uppá notendavænt viðmót og margskonar viðbætur. Þess vegna veljum við að hanna sérsniðna og skalanlega vefi í WordPress sem mæta þörfum viðskiptavina okkar.
Við höfum mikla reynslu af vefverslunarkerfinu Woocommerce, uppsetningu, ráðgjöf og vörubestun. Við setjum upp vefverslunina þína og verðum innan handar við að auka sýnileika þíns fyrirtækis á leitarvélum, sem skilar sér í auknum söluhagnaði.
Mikilvægt er að setja nýtt efni inn á vefsíður reglulega og halda þeim lifandi. Margir hafa lítinn tíma til að sinna vefmálum og því bjóðum við upp á vefumsjón með reglulegri vöktun, nauðsynlegum öryggisafritunum og uppfærslum, ásamt innsetningu á efni.
Við hönnum markaðsefni fyrir alla helstu miðla og ráðleggjum viðskiptavinum hvaða skref þarf að taka til að markaðssetja vöru og þjónustu á sem áhrifaríkastan máta.
Nauðsynlegt er að undirbúa vefsíður fyrir leitarvélar svo að þær séu sýnilegar og birtist ofarlega á leitarvélum. Við aðstoðum þig við að ná sem bestum árangri í leitarvélabestun.
Fagleg framsetning selur betur. Við myndum vöruna í samráði við þig og gerum myndirnar tilbúnar fyrir þann miðil sem þær eiga að birtast á.
Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar og leggjum okkur fram við að greina þarfir þeirra og hvaða lausnir henta verkefninu sem lagt er fyrir okkur.
Hvort sem það er ný vefsíða, uppfærsla á WordPress, leitarvélabestun eða grafísk hönnun þá vinnum við eftir ákveðnu ferli til að hámarka árangur og ánægju viðskiptavinarins.