Kynningarefni
Bæklingar, skilti, einblöðungar eða auglýsingar, við setjum upp efnið fyrir þig ef þú ert með það tilbúið eða hjálpum þér með efnissköpun.
Markaðsefni getur verið margskonar, það getur verið allt frá auglýsingum á samfélagsmiðlum eða prentmiðlum, til umbúða eða annars kynningarefnis. Það er mjög mikilvægt fyrir ásýnd fyrirtækja að efni þeirra sé vandað og samræmt yfir alla miðla. Efnið þarf að vera lýsandi fyrir vörumerkið og höfða til markhópsins.
Ef þitt vörumerki hefur ekki nú þegar fastmótað vörumerkjaauðkenni, þ.e. liti, letur, form og annað einkennandi, getum við aðstoðað þig við að skapa það og búa til heildrænt útlit fyrir allt þitt markaðsefni. Við hönnum fyrir þig efnið og getum einnig aðstoðað þig við að skipuleggja markaðsherferðir.
Bæklingar, skilti, einblöðungar eða auglýsingar, við setjum upp efnið fyrir þig ef þú ert með það tilbúið eða hjálpum þér með efnissköpun.
Skipuleggjum og hönnum markaðsherferðir á samfélagsmiðlum, á vefmiðlum og á prentuðum miðlum.
Ljósmyndir, myndbönd, HTML hreyfiborðar og vefbæklingar er meðal þess margmiðlunarefnis sem við hönnum.