Leitarvélabestun / SEO
Leitarvélabestun eða Search engine optimization / SEO er ákveðið ferli og aðgerðir til að leitarvélar finni vefsíður. Það eru margir mismunandi þættir sem spila inní árangur leitarvélabestunar. Markiðið er auðvitað alltaf að vefsíðan birtist sem hæst í leitarvélaniðurstöðum svo hægt sé að sýna fram á mælanlegan árangur af markaðsstarfinu.
Hvernig kemst ég sem hæst?
Leitarvélabestun er ekki eitthvað sem er gert einu sinni og þarf svo ekki að hugsa meira um. Þetta er fljótandi ferli sem þarf mjög reglulega að endurskoða og það er mikilvægt að fylgjast grannt með. Stundum þarf að betrumbæta texta, breyta leitarorðum eða laga kóðann á vefsíðunni til að fá betra skor á leitarvélinni. Einnig eru margir fleiri þættir sem spila inní leitarniðurstöður. Til dæmis hafa hlekkir á síðunni þinni og hlekkir á öðrum síðum sem vísa á þína síðu áhrif.