Við viljum hjálpa öðrum að vaxa og dafna því það er svo gaman þegar fólki gengur vel
Gildin okkar
Okkur finnst mikilvægt að hlusta á viðskiptavini okkar, finna og skilja hverjar þarfir þeirra eru og vinna saman að settu markmiði. Hvort sem það er þegar hanna á nýja vefsíðu, efla samfélagsmiðla eða skipuleggja markaðsherferðir. Okkur þykir mikilvægt að hanna notendavænar vörur sem þjóna notandanum á báðum endum best, bæði gestum vefsíðanna og einnig þeim sem stjórna þeim.
Það er okkar markmið að þjónusta fyrirtæki af ýmsum stærðum og gerðum og hjálpa þeim að ná markmiðum sínum. Við leitum leiða fyrir okkar viðskiptavini við að ná til markhópsins síns og stækka markaðshlutdeild sína.
Þjónustan okkar er fjölbreytt, lausnamiðuð og í traustri samvinnu okkar við viðskiptavini. Að finna lausn sem hentar viðskiptavinum okkar sem best er alltaf meginmarkmiðið og við leggjum mikið upp úr heiðarlegum og persónulegum samskiptum.
Hugmyndafræðin
Að bjóða upp á stafræna markaðssetningu fyrir ýmsar stærðir fyrirtækja, hjálpa fyrirtækjum að skilgreina sín markmið og setja sér stefnu í markaðsmálum.
Að hanna vefsíður og annað markaðsefni sem talar til markhóps þess vörumerkis sem verið er að markaðssetja. Að aðstoða fyrirtæki við að skapa sér vörumerki sem tjáir vel hvað fyrirtækið stendur fyrir.
BLAИK samanstendur af þremur einstaklingum sem mynda öflugt markaðsteymi með breitt sérsvið
Markaðsteymi BLAИK er með fjölbreytta reynslu og þekkingu. Við erum með menntun á sviði margmiðlunarhönnunar, vefforritunar, ljósmyndunnar, markaðsfræði og nýsköpunar svo eitthvað sé nefnt.
Hugmyndin að BLAИK kviknaði fyrst árið 2019 og eftir að hafa tekið að okkur nokkur verkefni saman sáum við að samvinnan var góð og á henni væri hægt að byggja upp gott samstarf.
BLAИK – Markaðsstofa sérhæfir sig meðal annars í vefhönnun, leitarvélabestun og stafrænni markaðssetningu.
Hafðu Samband
Alla virka daga milli 9 og 17
Sími: 778 8774
blank@blank.is