ny-blank-vefsida

Sem ný markaðsstofa höfum við verið að vinna að því að skapa okkur okkar sjónrænu ásýnd. Velja liti og lögun sem talar fyrir okkar vörumerki.

Ný vefsíða, sem nú er komin í loftið, hefur verið stór hluti af því ferli. Við erum afskaplega stoltar af nýju síðunni okkar. Nafnið BLAИK talar fyrir byrjunarpunktinum í hönnunarferlinu, auðum striga sem við fyllum út. En það er nákvæmlega þannig sem maður byrjar þegar ferlið fer af stað, alveg sama hvort það sé vefsíða, leitarvélabestun eða hönnun á markaðsefni, við byrjum alltaf á auðum striga sem við fyllum útí.

Þannig er liturinn í myndböndunum efst á öllum síðum í tölvuútgáfu síðunnar táknrænn fyrir það hvernig litirnir blandast saman og skapa eitthvað magnað. Í snjalltækjum er bakgrunnsmynd úr myndböndunum en ég mæli hiklaust með að skoða síðuna í tölvu.

Á nýju síðunni er ítarlegri lýsing á þjónustunni okkar, þar er farið yfir hvað felst í hverjum þjónustulið og hvað það er sem við bjóðum uppá. Einnig er kynning á okkur sjálfum, okkar gildum og hverju við stöndum fyrir. Upplýsinga síða um hvernig er hægt að komast í samband við okkur er að finna undir hafðu samband.

Þetta blog er einnig nýjung og höfum við hugsað okkur í framtíðinni að skrifa hér reglulega pistla. Málefni tengd markaðssetningu og hönnun verða þar efst á baugi ásamt fréttum af starfsemi okkar.

Nú þegar ný vefsíða er komin í loftið höldum við ótrauðar áfram og erum spenntar fyrir því sem framundan er. Við erum nú þegar með nokkur verkefni á teikniborðinu sem við erum spenntar að kynna við fyrsta tækifæri.