Vefhönnun og markaðssetning
Við bjóðum meðal annars uppá vefhönnun og vefsíðugerð, markaðsefni, leitarvélabestun og vöruljósmyndun.
Við leggjum okkur fram við að hjálpa fyrirtækjum að markaðsetja sig og koma sér á framfæri.
WordPress bíður uppá notendavænt viðmót og margskonar viðbætur. Þess vegna veljum við að hanna sérsniða og skalanlega vefi í WordPress sem mæta þörfum viðskiptavina okkar.
Við hönnum markaðsefni fyrir alla helstu miðla og ráðleggjum viðskiptavinum hvaða skref þarf að taka til að markaðssetja vöru og þjónustu á sem áhrifaríkastan hátt.
Það er nauðsynlegt að undirbúa vefsíðuna fyrir leitarvélarnar svo að vefsíðan sé sýnileg á leitarvélum og birtist ofarlega á lista. Við aðstoðum þig við að ná sem bestum árangri í leitarvélabestun.
Það er mikilvægt að setja nýtt efni inn á vefsíður reglulega og halda þeim lifandi. Margir hafa lítinn tíma til að sinna vefmálum og því bjóðum við uppá vefumsjón með reglulegum uppfærslum.
Samfélagsmiðlar er mikilvægur þáttur í markaðssetningu fyrirtækja og eru áhrifarík leið til að byggja upp sambönd við viðskiptavini. Við sjáum um að setja inn nýtt efni á þína samfélagsmiðla og aðstoðum við að stækka áheyrnarhópinn.
Til að auglýsa vöru er nauðsynlegt að framsetja hana faglega. Við myndum vöruna og gerum myndirnar tilbúnar fyrir þann miðil sem þær eiga að birtast á.
Við veitum ráðgjöf með vefhönnun, vefsíðugerð og markaðssetningu og leiðbeinum viðskiptavinum til að þeir nái sem mestum árangri.
Sýnishorn af vefhönnun og markaðsefni
Blank er vef- og markaðsstofa sem bíður uppá fjölbreytta þjónustu sniðna að þörfum viðskiptavinarins. Við hönnum vefi og markaðsefni og aðstoðum viðskiptavini okkar við að bæta stafræna markaðsetningu sína.
Ferlið hefst á greiningu á þörfum viðskiptavinarins þar sem við greinum hvaða lausn er hentugust. Næst skýrum við markmiðið með hönnuninni, hvaða skilaboð þurfa að komast til skila og hvaða árangri við viljum ná.
Næsta skref er hönnun á hugmyndinni, þetta skref er unnið í nánu samstarfi við viðskiptavininn. Þegar hönnunarferlinu er lokið er hönnunin þróuð og að lokum sett í birtingu.
Ef þig vantar tilboð í verkefni eða ráðgjöf máttu endilega senda okkur skilaboð hérna eða á blank@blank.is
Við svörum eins fljótt og við getum og erum með skrifstofutíma